Takið eftir
(Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Takið eftir!
Tíminn líður.
Takið vel eftir!
Yður er í dag
öxluð þyngri byrði,
en áður var
á herðar heimsins lögð.
Yður er í dag
fengin sú vitneskja
að veislan hljóti
senn að taka enda.
Almættið bíður
þess átaks,
sem þarf til
að stilla hóf.
Í dag verður innreið
hins óvissa tíma
mæld og yður
sett til höfuðlausnar.
Takið eftir!
Þér lítilmagnar
og lénsherrar!
Yður er í dag
ætluð sama jörð,
einn og sami skikinn
til ábúar.
[af plötunni Hálft í hvoru – Almannarómur]