Stríðið

Stríðið
(Lag / texti: Árni Johnsen / Halldór Laxness)

Spurt hef ég milljón manns
sé myrtir í gamni utanlands:
sannlega mega þeir súpa hel:
ég syrgi þá ekki; fari þeir vel.

Afturámóti var annað stríð
í einum grjótkletti forðum tíð,
en það var allt útaf einni jurt,
sem óx í skjóli og var slitin burt.

Því er mér síðan stirt um stef,
stæri mig lítt af því sem hef,
því hvað er auður og afl og hús
ef engin jurt vex í þinni krús.

[af plötunni Árni Johnsen – Ég skal vaka]