Seinni tíma sálmalag

Seinni tíma sálmalag
(Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Bergþóra Árnadóttir)

Oft er lífið öfugsnúið,
æfikjörin fest á þráð.
Þegar okkar þrek er búið,
þarf að finna einhver ráð.

Gott mér þætti að geta unnið,
gefst þó varla réttur til.
Ellin hefur um mig spunnið
annars konar lokaspil.

En hvað er líf og hvað er dauði,
hvernig snýst þá gengi mitt?
Ef enginn stæli annars brauði,
allir gætu fengið sitt.

[m.a. á plötunni Hálft í hvoru – Almannarómur]