Efst á Arnarvatnshæðum

Efst á Arnarvatnshæðum
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Hallgrímsson

Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef ég fáki beitt.
Þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.

Og undir norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lága hvannamó.
Og lækur líður þar niður
um lága hvannamó.

Á engum stað ég uni
eins vel og þessum mér.
Ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér.
Ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér.

[m.a. á plötunni Söngbræður – Vorvindar]