Logn og blíða

Logn og blíða
(Lag / texti: erlent lag / Björgvin Jörgensen)

Logn og blíða, sumarsól,
signir fríðan dal og hól.
Allt í fjöri iðar, titrar,
angar blóm er fyrrum kól.
Fjöll að ganga fýsir þá
ferðalanga stóra‘ og smá.
Fjallatindar laða, lokka,
löngum magnast, brennur þrá.

Hæst upp á tinda við fagnandi förum,
áfram hærra, áfram hærra,
upp við skulum ná.

[m.a. á plötunni Söngbræður – Vorvindar]