Ég er aðeins til í sjálfum mér

Ég er aðeins til í sjálfum mér
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Dæmist allt sem augu fyrir ber,
en iður hugans geymir það sem er.
Minni innri Sverri enginn maður sér.
Ég er aðeins til í sjálfum mér.

Ljóð mitt heilt í huga mínum er,
en hýsir aðeins brot af sjálfum mér.
Kjarni á dýpsta stað
kemst ekki á blað.
Ljóð mitt er ég en ég er ekki það.

Þögn mín umlykur sjálfa sig,
sem seiðkona faðmar mig
að sér.
Sjálf, ó sjálf mitt er mállaus sögn,
sjálf mitt er eilíf þögn
sem þegir mér að ég er
aðeins til í sjálfum mér.

Minn innri Sverri enginn maður sér.
Iður hugans geymir það sem er.
Dæmist allt sem augu fyrir ber,
en ég er aðeins til í sjálfum mér.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]