Hommi allra alda

Hommi allra alda
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
 
Guð er orðinn gamall, heyrir illa,
geðveikur með ótal stærri kvilla,
nú eða dauður, enginn veit.
Alfaðirinn engum blöðum flettir,
er alveg hættur því að horfa á fréttir
af sínum mislukkuðu mönnum
sem gnístra tönnum í hrönnum

Sérhver á atómöld
á sér lítinn draum.
Við skulum biðja bænirnar,
við skulum biðja eins og
alíhænurnar,
að við bökumst við réttan straum.

Guð sér skiptir ekki af okkar högum,
hann eflaust hefur ráðið sig af dögum,
aðframkominn eins og við.
Hann nennir ekki níðingana að stoppa,
né nefi sínu að stinga oní koppa.
Hann máski hefur sig drepið,
tekið of mikið af englaryki.

Sérhver á atómöld
á sér lítinn draum.
Við skulum biðja bænirnar,
við skulum biðja eins og
alíhænurnar,
að við bökumst við réttan straum.

Við þurfum á drottins hjálp að halda,
hér fer engan vel um.
En guð er hommi allra alda,
ævinlega í felum.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]