Undarlegt hús

Undarlegt hús
(Lag / texti: Þorgeir Tryggvason / Sævar Sigurgeirsson)

Þetta‘ er undarlegt hús og með einstakri kisu
sem ekki er til en borðar slatta‘ af kattamat.
Og hér eru ótal maðkar í mysu
svo maður fattar ekkert hvað er satt og plat.

Í glugganum birtist af útsýni úrval
sem öðrum er hulið, á bak við rúllugardínu.
Og svei mér ég held að mér brygði‘ ekki við búrhval
í baðinu eða uppstoppaða sardínu.

Já, öll er þessi íbúð
með einhvers konar dulúð.
og ég verð að segja, já ég verð að segja
að það vottar fyrir gæsahúð.

Já og af hverju fórum við óvænt að syngja?
Aldrei hef ég rekið fyrr upp sama tón.
Að sjálfu sér fór þessi konsert að klingja,
kannski af því ég rakst í gamlan grammófón.

Já, öll er þessi íbúð
með einhvers konar dulúð.
Og ég verð að segja, já ég verð að segja
að það vottar fyrir gæsahúð.

[af plötunni Snæfríður og Stígur – Undarlegt hús: Tónlist úr Stundinni okkar 2006 – 2007]