Falllegur
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
Sem flís við rass
ég féll þig við.
Ég féll í ást
og yfirlið.
Ég féll í svefn
hins sæla manns.
Ég féll í algleym-
ing og trans.
Ég féll í freistni
og fyrir þér.
Ég féll á bragði
sem bjóstu mér.
Ég féll í stafi,
ég féll í orð.
Ég féll í grát
og fyrir borð.
Í fépyngjum
þú finnur ekki
hamingju.
Það kreistir enginn
eplasafa
úr sítrónu.
[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]