Gömul vísa um andlegt sjálfsmorð
(Lag og texti: Sverrir Stormsker )
Ég veit að hún og ég
hefðum pottþétt meikað það.
En hún æddi í sút sinn veg,
einn ég reikaði af stað.
Fátt er svo með öllu glatt
að ekki boði sút.
Hún gekk í augun á mér
og aftur út.
Hún fór út í heim,
og kemur aldrei heim,
heim til mín.
Ég mælti: sú er sæt,
er ég fyrst hana augum leit.
Hún framdi súesæt
út af engu‘ er best ég veit.
Fátt er svo með öllu glatt
að ekki boði sút.
Hún gekk í augun á mér
og aftur út.
Nú eflaust er hún gengin út.
Hún fór út í heim,
er eflaust komin með hreim
og annað neim.
[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]