Vitundarvekjarinn

Vitundarvekjarinn
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Ég ekki sef,
ég ákveðna hef
skoðun á málunum.
Boðskapur minn
er bjargvættur þinn,
vegprestur sálunum.
Vitundarvakning
virðist mér bann.
Ég hlutverki hef að gegna:
Að fræða lýðinn, segja sannleikann.

Þeim legg ég lið
sem tilbiðja frið,
sjálfur ég bljúgur bið
um blessun og grið.
Af alhug ég styð
Lennon og almættið.
Hitler var vondur,
en Stalín olræt,
Tatser er drullutussa
og tæpast er hann kúRekan nógu bræt.

Ég er vakandi,
læt ekki ljúga að mér,
þú átt að trúa mér.
Ég er vakandi.
Til betri vegar vil ég snúa þér.

Kjarnorkuver
og kafbátager
í Keflavík er, ég sver.
Hugsjón mín er
að afnema her
á þessu landi hér.
Þá heimurinn farist
þá ferst ekki sker
sem að er herlaust, friðsamt.
Flótti er besta vörnin, trúið mér.

Ég er vakandi,
læt ekki ljúga að mér,
þú átt að trúa mér.
Ég er vakandi.
Til betri vegar vil ég snúa þér.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]