Heiðarrósin

Heiðarrósin
(Lag / texti: erlent lag / Steingrímur Thorsteinsson)

Sveinnin rjóða rósu sá,
rósu smá á heiði.
Hún var ung með hýra brá,
hljóp hann nær og leit þar á,
nú bar vel í veiði.
Rósin, rósin, rósin rjóð,
rósin smá á heiði.

Sveinninn kvað: „Nú þríf ég þig,
þú mín rós á heiði“
Rósin kvað: „Nú ríf ég þig,
ráð er síst að erta mig,
farðu frá ég beiði“.
Rósin, rósin, rósin rjóð,
rósin smá á heiði.

Sveinn tók rós og síst hann kveið,
smáa rós á heiði.
Rósin varðist svo að sveið,
sveini var það kvöld og neyð.
Þolinn samt hann þreyrði.
Rósin, rósin, rósin rjóð,
rósin smá á heiði.

[á plötunni Öskubuskur – Heiðarrósin / Komdu að dansa [ep]]