Híf opp æpti kallinn

Híf opp æpti kallinn
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Viðlag
Híf opp æpti kallinn,
inn með trollið, inn!
Hann er að gera haugasjó,
inn með trollið, inn!

Og kalli þessu hásetarnir hlýddu eins og skot
og út á dekkið ruddust þeir
og fóru strax á flot.

Viðlag

Og skyndilega bylgja reis við bakborðskinnunginn
og skolaði tveimur fyrir borð
og síðan aftur inn.

Viðlag

Og sömu ferð fór bátsmaðurinn aftur undir spil,
og högg það gerði útaf við hann
eða hér um bil.

Viðlag

Í bræðslukrónni Siggi gamli stóð og verk sín vann
en hundrað lítra grútarkaggi
hvolfdist yfir hann.

Viðlag

Og ei var heldur ástandið í eldhúsinu gott
því kokkurinn á hausinn stakkst
í stóran grautarpott.

Viðlag

Og þegar næsta alda reis og yfir dallinn gekk
sveif nálablókin eins og engill
uppá bátadekk.

Viðlag

Í sama bili skipparinn í sturtubaði stóð,
því brúarþakið gliðnaði
og inn þar sjórinn óð.

Viðlag

Og eftir mikil hróp og köll og stímabrak og brask
skall forhlerinn á borðstokknum
og brotnaði þar í mask.

Viðlag

En veðurgnýrinn kæfði loksins alveg öskur hans.
Og trollið sjálft var löngu farið
allt til andskotans.

Viðlag

[m.a. á plötunni Nú syngja allir með aftur – ýmsir]