Kvölda tekur, sest er sól
(Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa)
Kvölda tekur, sest er sól,
sígur þoka á dalinn.
Komið er fram á kvíaból,
kýrnar, féð og smalinn.
Senn er komið sólarlag,
sést á norðurheiðum,
líður á þennan dýrðardag:
drottinn stýri leiðum.
Senn er komið sólarlag,
sést á norðurfjöllum,
líður á þennan dýrðardag:
drottinn hjálpi oss öllum.
Senn er komið sólarlag,
sést á norðurtindum,
líður á þennan dýrðardag:
drottinn stýri vindum.
Senn er komið sólarlag,
sendi oss drottinn friðinn
og svo gefi annan dag
eftir þannan liðinn.
[m.a. á plötunni Engel Lund – Íslenzk þjóðlög]