Nú er vetur úr bæ
(Lag / texti: þjóðlag / Jónas Hallgrímsson)
Nú er vetur úr bæ,
rann í sefgrænan sæ
og þar sefur í djúpinu væra,
en sumarið blítt
kemur fagurt og frítt
meður fjórgjafar-ljósinu skæra.
Brunar fley yfir sund.
Flýgur fákur um grund.
Kemur fugl heim úr suðrinu heita.
Nú er vetur úr bæ,
rann í sefgrænan sæ,
nú er sumrinu fögnuð að veita.
[m.a. á plötunni Skólakór Kársness – Ef væri ég söngvari]