Land míns föður

Land míns föður
(Lag / texti: Þórarinn Guðmundsson / Jóhannes úr Kötlum)
 
Land míns föður, landið mitt,
laugað bláum straumi,
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
– ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.

Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum,
hennar sögur, hennar ljóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu ísa og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki ung og frjáls
undir norðurljósum

[m.a. á plötunni Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands – Vinaspegill]