Sjá, dagar koma

Sjá, dagar koma
(Lag / texti: Sigurður Þórðarson / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

Sjá, dagar koma, ár og aldir líða,
og enginn stöðvar tímans þunga nið.
Í djúpi andans duldir kraftar bíða.
Hin dýpsta speki boðar líf og frið.
Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga.
Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk.
Í hennar kirkjum helgar stjörnur loga,
og hennar líf er eilíft kraftaverk.

[m.a. á plötunni Kristján Jóhannsson – Kristján Jóhannsson]