Moldin

Moldin
(Lag og texti: Ólöf Arnalds)

Fellur regn á jörðina og mig
vætir gras sem grær og grær yfir.
Vorið kom og vorið kom að vanda,
kom með ferðaveðrið fyrir þig.

Stráin stingast upp og inn undir,
stilli hjartans strengi í fimmundir.
Stefið gengur niður, gengur niður,
frið ég finn sem fann ég ekki fyrr.

Hjarta mitt opnar veginn þinn.

Ég af mold að mold á ný ég verð,
verð af því við erum til þess gerð
að koma og fara og koma til að fara,
líka þú minn kæri, góða ferð.

Fljúg mót sólu jörðu frá,
ástarvængjum fljúgðu á.

[af plötunni Ólöf Arnalds – Við og við]