Mýrdalssandur

Mýrdalssandur
(Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson)

Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar
á Mýrdalssandi‘ og hvergi skjól að fá.
Það er yfirgefinn bíll úti‘ í vegakanti‘
og hvergi hræðu neins staðar að sjá.

Þín versta mara, hún læðist og leitar,
líf þitt hremmir með varir blóðheitar.
Þú getur hlaupið en þú felur þig ekki,
hann fangar þig óttinn með sína
ísköldu hlekki,
ísköldu hlekki,
ísköldu hlekki og þú sleppur ekki.

Með taugarnar þandar,
titrandi andar,
kjökrandi skríður,
skjálfandi bíður
og tíminn líður.

Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar
á Mýrdalssandi‘ og hvergi skjól að fá.
Það er yfirgefinn bíll úti‘ í vegakanti‘
og hvergi hræðu neins staðar að sjá.

Þín versta mara, hún læðist og leitar,
líf þitt hremmir með varir blóðheitar.
Þú getur hlaupið en þú felur þig ekki,
hann fangar þig óttinn með sína
ísköldu hlekki,
ísköldu hlekki,
ísköldu hlekki og þú sleppur ekki.

Með taugarnar þandar,
titrandi andar,
kjökrandi skríður,
skjálfandi bíður
og tíminn líður.

[m.a. á plötunni GCD – Bubbi + Rúnar]