Nú geng ég með á gleðifund

Nú geng ég með á gleðifund
(Lag / texti: erlent lag / höfundur ókunnur)

Nú geng ég með á gleðifund
og gott er nú að vera frjáls,
en aldrei sá ég svásra sprund
en svartan flöskuháls.
Er drepur sorg á dyr hjá mér,
til dyranna ég reyndar fer,
en segi: Ég í önnum er
og ekkert sinni þér.

Og svo geng ég þegar aftur inn,
og svo drekk ég glaður sopann minn,
tek mér staup, fær mér einn,
fæ mér tvo, fæ mér þrjá:
þeim fjórða sýp ég á.

[m.a. á plötunni Karlakórinn Heimir – Undir bláhimni]