Undir bláum sólarsali

Undir bláum sólarsali
(Lag / texti: þjóðlag / Eggert Ólafsson)

Undir bláum sólarsali
Sauðlauks upp í lygnum dali
fólkið hafði af hanagali
hversdagsskemmtun bænum á.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Og af fleiri fugla hjali
frygð um sumar stundir.
Listamaðurinn lengi þar við undi.

Hunangs blóm úr öllum áttum
ilmi sætum lífga máttu.
Söngpípan í grasagáttum
gjörði tíð á enda kljá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Skjótt var liðið langt að háttum,
lagst var allt í blundi.
Listamaðurinn lengi þar við undi.
 
[m.a. á plötunni Kór Hafnarfjarðarkirkju – Þar aðeins yndi fann ég]