Vögguvísa hernámsins

Vögguvísa hernámsins
(Lag / texti: Auður Haraldsdóttir / Hólmfríður Jónsdóttir)

Ekki gráta unginn minn
af því mamma og pabbi þinn
áfram tryggja um árin
að amerískur er hér her,
að amerískur er hér her
sem ætlar að þerra tárin.

Afla mun hann auði til
alls þú girnist hér um bil,
þó marga þurfi að meiða.
Allir fæðast feigðar til,
allir fæðast feigðar til
en fjöldi til að deyða.

Sprengjan fellur úti í
öðrum löndum, trúðu því.
Síst mun okkur saka,
amerískur er hér her,
amerískur er hér her
sem að sér mun þig taka.

Sofðu nú og sofðu rótt,
sumum búin köld er nótt.
Bíum, bíum, blaka,
amerískur er hér her,
amerískur er hér her
sem yfir þér mun vaka.

[m.a. á plötunni Baráttusöngvar fyrir friði og þjóðfrelsi – ýmsir]