
Steró kvintett
Hljómsveit starfaði um nokkurra mánaða skeið undir nafninu Steró / Stero kvintett árið 1958, hún er einnig auglýst í örfá skipti undir nafninu Stereo en Steró mun vera rétt.
Engar upplýsingar finnast um meðlimi Steró kvintettsins utan þess að Guðbergur Auðunsson söng með henni um vorið í fáeinar vikur og var þá auglýstur sem rokksöngvari, og að Fjóla Karlsdóttir tók við af honum og söng með sveitinni um sumarið.
Steró lék á fjölmörgum dansleikjum á landsbyggðinni um sumarið en færði sig meira inn á höfuðborgarsvæðið síðsumars, hún hætti fljótlega störfum eftir FÍH-tónleika um haustið en þar komu fram nokkrar hljómsveitir.
Glatkistan auglýsir eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.














































