Afmælisbörn 14. nóvember 2022

Magnús R. Einarsson

Tveir tónlistarmenn prýða afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni:

Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull.

Þá á Magnús R. Einarsson tónlistar- og dagskrárgerðarmaður fagnar sjötugs afmæli í dag. Magnús hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina og leikið í þeim aðallega á gítar og mandólín, Bítladrengirnir blíðu, Einsdæmi, Fánar, Gæðablóð, Brimkló, Sviðin jörð, 3,50, Þokkabót, Slow-Beatles, Ríó tríó, Spottarnir og Hljómsveit Jarþrúðar eru aðeins nokkrar af miklum fjölda sveita sem Magnús hefur starfað með en einnig hefur hann leikið inn á plötur margra tónlistarmanna.

Vissir þú að í einu eintaki Stuðmannaplötunnar Sumar á Sýrlandi leyndist miði þar sem sveitin bauð eiganda plötunnar stofutónleika heima hjá viðkomandi?