Ástardúett [2]

Ástardúett [2]
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)

Heiðursstúlka heitir Gunna,
henni mun ég sífellt unna,
hana leiði ég til brúðarbekks,
býð henni upp á kex,
ást hennar af því vex.
Svo ætlum við að eignast saman anga Gunnur
þrjár og fjórar, fimm og sex.

Heiðurspiltur heitir Leifur,
ofurlitla ögn innskeifur,
af því hann hefur augu blá,
sem eru svo góð að sjá
skal hann mig fegna fá.
Og eignast með mér litla Leifa,
í það minnst einn og tvo og þrjá.

Og er húmsins hljóða ró
hnígur á mitt píanó,
kemur hún með kaffi og inniskó.
Og hann segir: Unga dís,
ertu send frá Paradís?
Svo hefjum við kossa í hundraðavís.

Þegar ævi sígur sól
setjumst við í ruggustól,
í hendur höldumst við þá
og horfum montin á,
meðan barnabörnin okkar hlæja hátt
og hoppa til og frá.

[m.a. á plötunni Melónur og vínber fín: Lög Jóns Múla Árnasonar við ljóð Jónasar Árnasonar – ýmsir]