Ég heiti Tallulah
(Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson)
Ég heiti Tallulah. Ég tala ekki um eitt:
hvort það taki því að koma eða fara yfirleitt.
En stúlku eins og mér en enginn leikur að leyna,
það leikur aldrei vafi‘ á hvar má finna mig eina.
Ég heiti Tallulah. Mín heimspeki er
að hika ekki við að þiggja það sem mér ber.
Í valdastöðum eru menn sem vel ég þekki.
Ég veit hvernig þeir líta út en nöfn man ég ekki.
Dapur? Vinur, vertu ekki dapur.
Vinur þinn, Tallulah, lagfærir það sem amar að.
Ertu dapur? Vinur, vertu ekki dapur.
Víst hefur Tallulah gull í hjartastað.
Hræsnarar tala um hana tóma þvælu.
Tallulah kann að veita þér unað og sælu.
Ég heiti Tallulah. Ég held mín leið.
Ég hét því að staldra hvergi vnið nema um skeið.
Mér leiðist orðið „bless“ því það er ljóta orðið.
Ég legg líka í upphafi öll spil á borðið.
Dapur? Vinur, vertu ekki dapur.
Vinur þinn, Tallulah, lagfærir það sem amar að.
Ertu dapur? Vinur, vertu ekki dapur.
Víst hefur Tallulah gull í hjartastað.
Hræsnarar tala um hana tóma þvælu.
Tallulah kann að veita þér unað og sælu.
[af plötunni Bugsy Malone – úr leikriti]