Er írsku augun brosa

Er írsku augun brosa
(Lag / texti: erlent lag / höfundur ókunnur)

Er írsku augun brosa
verður engum stundin löng,
og í hljómi írskra hlátra
bregður hreim af englasöng.

Er írsku hjörtun hrífast
fer um heiminn glaður blær.
Þegar írsku augun brosa
ekkert hjarta varist fær.

Er írska hjartað heillar
verður heimur allur nýr.
Þegar brúnaljósin ljóma
rætast lífs míns ævintýr.

[af plötunni Fjórtán Fóstbræður – Fjórtán Fóstbræður]