Fastur á gaddavír

Fastur á gaddavír
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Mig dreymdi þig í nótt,
syfjuðum gómum þuklaði koddann.
Þegar ég vaknaði fann ég aðeins
mitt eigið höfuðfar.
Ég sakna hlýjunnar í köldu myrkrinu,
frá mjúkum líkama þínum.
Ég sakna orðanna
sem ég veit þú myndir hvísla til mín.

Tómið sem reis upp á milli okkar
virðist aldrei hafa verið til,
samt líður mér eins og þresti
föstum á gaddavír.

Þeir segja að þú brosir sjaldan,
að hjarta þitt sé falið.
Að fegurð þín sé eins og jökullinn
sem að hafinu snýr.
En ég einn veit
að í augunum brosið býr.
Samt líður mér eins og þresti
föstum á gaddavír.
Ég sakna þess
að hafa aldrei sagt þér hversu sterkt ég virði þig,
að allar þær fórnir sem þú færðir
voru færðar af ást til mín.

En nú loks
þegar ég skil það
líður mér eins og þresti
föstum á gaddavír.

[af plötunni Bubbi Morthens – Ný spor]