Glóðir (Villtir strengir)

Glóðir (Villtir strengir)
(Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Loftur Guðmundsson)

Um dalinn læðast hægt dimmir skuggar nætur,
og dapurt niðar í sæ við klettarætur.
Ég sit og stari í bálsins gullnu glóðir
og gleymdar minningar vakna mér í sál.

Hér undi ég forðum í glaum með glöðum drengjum,
þá glumdu björgin í hljóm frá villtum strengjum.
Nú sveipa klettana húmsins skuggar hljóðir,
og hryggur stari ég einn í kulnað bál.

Þegar dalinn sveipa húmtjöld hljóð
horfi ég í bálsins fölvu glóð,
stari og raula gamalt lítið ljóð,
ljóð sem gleymt er flestum hjá

[m.a. á plötunni Sextett Ólafs Gauks – Fjórtán lög frá Þjóðhátíð Vestamanneyinga]