Helreiðin

Helreiðin
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Hann fæddist í ógæfu og allt hans líf
var eilífur barningur út af því,
mamma han var djönkari sem dó um haust,
af grimmd og elju hann áfram braust.

Hann hvæsti: ég lifi hratt,
ég hata Reykjavík.
Hann hvæsti: ég lifi hratt
og ég verð fallegt lík.

Þrettán ára drakk hann og hassið svældi,
hatrið í augunum burtu fældi
alla sem reyndu að rétta honum hönd,
reif kjaft og hrækti á kerfisins vönd.

Hann var bara sautján þegar lífi hans lauk,
löngu útbrunninn með tóman bauk.
Þeir fundu hann hangandi innan um skreið.
Hans stutta ævi var ein helreið.

[af plötunni Bubbi Morthens – 1000 kossa nótt]