Í skógi
(Lag / texti: Pálmar Þ. Eyjólfsson / Jón Magnússon)
Við eigum allan skóginn
þann iðjagræna feld.
Þar glóa öll í geislum
hin glöðu júníkveld.
Þar ljóða tærar lindir
sín lög um runna og stein.
Og vorið, blessað vorið
á væng á hverri grein.
Í hlíðum falla fossar
um frjáls hjarða ból.
Og gras er undir iljum,
en yfir höfði sól.
Þú kemur, góða, kemur.
Við knýtum heilög bönd.
Þar slokknar aldrei yndi,
sem ástin nemur lönd.
[af plötunni Samkór Selfoss – Haustvísur]