Út á djúpið hann Oddur dró
(Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa)
Út á djúpið hann Oddur dró,
ógurlega var ferjan mjó,
á henni hafði‘ hann engan fans,
ekki bar hún þungan hans,
manndrápsbollinn marði‘ í kafi,
þá missti lands.
Barkinn rann í reginhyl,
en strumpurinn lyftist aftan til,
þegar hann Oddur þangað sest,
þá varð nokkuð afturhlest,
sökk þá gafl en gekk upp stafn,
það gegndi verst.
Stakkst á hnífil feigðarfar,
og fleygði‘ honum Oddi‘ í djúpan mar,
sá hann þar hvorki sól né land,
synda kunni hann ekki grand,
eins og bjarg í botninn sökk
og blautan sand.
Ekki þurfti hann Oddur staup,
ýmist drakk eða hveljur saup,
hann mátti‘ ei bæra hendur hér,
hélt hann þeim fyrir vitin á sér,
ellegar hefði‘ hann öndina misst í
ógnar hver.
[af plötunni Samkór Selfoss – Haustvísur]