Jóakim úti í Babýlon

Jóakim úti í Babýlon
(Lag / texti: erlent lag / Sigurður Þórarinsson)

Jóakim bjó í Babýlon,
bjó þar með húsfreyju sinni.
Hennar minni, hennar minni,
hylla skal þá kvon.
Jóakim sómamaður sagður var.
Súsönnu prýddu flestar dyggðirnar.
Aðdáendur, aðdáendur
ekki skorti þar.

Tehús prýddi þar trjágarðinn,
tjaldað silkidúk bleikum.
Lind og eikum, lind og eikum
lukt af baðtjörnin.
Súsanna gekk að synda þar.
Sól í hádegisstað komin var.
Vatns á bakka, vatns á bakka
brostu liljurnar.

Inn í þann lystigarð læddust tveir
lúmskir og hvimleiðir bósar.
Milli rósa, milli rósa-
runna læddust þeir.
Sko!, bróðir, sko!, kvað annar skelmirinn.
Sko!, sko!, og síðan heim í miðdaginn.
Slíkra karla, slíkra karla
klénn er mórallinn.

[af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]