Fuglinn í fjörunni
(Lag / texti: Jón Þórarinsson / þjóðvísa)
Fuglinn í fjörunni
hann heitir már.
Silkibleik er húfan hans
og gult undir hár.
Er sá fuglinn ekki smár,
bæði digur og fótahár,
á bakinu svartur, á bringunni grár.
Bröltir hann oft í snörunni,
fuglinn í fjörunni.
Fuglinn í fjörunni
hann er bróðir þinn.
Ekki get ég stigið við þig,
stuttfótur minn.
[m.a. á plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]