Úr útsæ rísa Íslands fjöll
(Lag / texti: Páll Ísólfsson / Davíð Stefánsson)
Úr útsæ rísa Íslands fjöll
með eld í hjarta þakin mjöll
og brim við björg og sand.
Þó mái tíminn margra spor
þá man og elskar kynslóð vor
sitt fagra föðurland.
Við tölum íslenskt tungumál.
Við tignum guð og landsins sál
og fornan ættaróð.
Þeir gjalda best sinn gamla arf,
sem glaðir vinna þrotlaust starf
til vaxtar vorri þjóð.
Á meðan sól að morgni rís
og máni silfrar jökulís
og drengskapur er dyggð,
skal fólkið rækta föður tún
og fáninn blakta efst við hún
um alla Íslandsbyggð.
[af plötunni Samkór Selfoss – Haustvísur]