Kardemommusöngurinn

Kardemommusöngurinn
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Hér í Kardemommu okkar líf er yndislegt
og líða allir dagar hjá í kyrrð, ró og spekt.
Bakarinn hnoðar kökur og skóarinn smíðar skó.
Ja, skyldi maður ekki hafa nóg?
Og borgin okkar best er gjörð
af borgum öllum hér á jörð.
Og Bæjarfógetinn Bastían
er betri en nokkur lýsa kann.
Og trommur við og trompet höfum
taki þig að langa í dans,
og hljómleikar á hverjum degi
haldnir eftir vilja manns.
Já lifi borg vor, best hún er…
Hér búum við, uns ævin þver.

[af plötunni Kardemommubærinn – úr leikriti]