Læknisstrumpur

Læknisstrumpur
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Loks kemur læknisstrumpurinn.
Nú er hausinn hreint að springa.
Flensa og kvef er fjarska vont fyrir svona strumpalinga.
Ó – ó – ó …
Hér kemur læknisstrumpur loks
og hann læknað oftast getur,
alla þessa kvöl sem af og til
angrar lítil strumpatetur.

Þegar kvöl er í skrokknum og í hálsinum hæsi
það er ei gaman, svo strumpað allt saman.
En læknirinn kom þá og lýsti‘ upp í munninn
og lét mig gapa vel og segja: A
Svei hann sagði, og ég varð hræddur,
þú hefur sjálfsagt ærslast úti illa klæddur.
Hann hristi strumpahaus, bjó til meðul handa mér.
Ó, já smökkum á.
Hér er strumpalyfið fína
sem strumparnir éta ef þeir geta
þegar ráð engin bjarga og þeir arga:
Hjálp, hjálp, ég held ég sé veikur.
Já, þú ert alveg gaga.
Ég? Nei í burtu, komdu ei nærri.
Farðu burt. Þú færð víst rauða hunda
ef þú kemur við mig.
En sé þér eins illt og mér er illt, þú mátt vera skrítinn ef þú vilt.

Einn af strumpunum át eitthvað ojoj, sem enginn vissi hvað var.
Hann var grænn í framan, gat ei gefið neitt svar.
Svo læknir sóttur var og brosti er hann sá,
að strumpurinn hann stökk fram á bað
og breytti um lit við það.
Ef hlustarðu lækninn á
mun þér batna, held ég megi spá, um hundrað prósent.
Og hér er strumpapensilín.
Já takk. Nú líður mér betur.
Bakteríurusl og veirur vaða um í mér.
Svona veiki þolir aðeins sá sem hraustur er.
Þey, hann hlustar mig núna.
Það hljómar eins og gleypt hafi ég hesti og kött og kúna.
Ef þú kvartar og kveinar: Æ
Það veistu vel, að þá kemur læknirinn með hitamæli
og allra handa dót sem ekki í ég pæli.
En svo verður þú hress.
Já, ekkert stress.

Loks kemur…

Já, læknirinn kemur
ef þú ert hreint að springa.
Er það flensa? Ó, nei.
Er það þarna, eða hérna?
Á með sprautu að stinga?
Er þér óglatt eða bumbult?
Ertu oft svona bleikur?
Nei, slíkt þolir enginn strumpa veikur.

Loks kemur…

Kæri læknir, viltu vera svo vænn
að koma heim til mín í kvöld.
Mér er svo illt
Ég held ég geti ekki haldið þetta út án þín.

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð 2]