Ljósbrá

Ljósbrá
(Lag / texti: Eiríkur Bjarnason / Ágúst Böðvarsson)

Ljósbrá, þá var sífellt sumar,
og sól í hjarta; þú komst til mín.
Ennþá  fyllist sál mín sælu
er sit ég þögull og minnist þín.

Þinn ástarbikar þú barst mér fullan
í botn ég drakk hann sem gullið vín.

Ljósbrá, meðan blómin anga,
með bljúgu hjarta ég minnist þín.

[m.a. á plötunni Liðnar stundir – ýmsir]