Maggavísur

Maggavísur
(Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson o.fl.)

Stöðugt þambar Maggi
bjórinn kneyfa kunni,
kátur „danaz moja“
raular fyrir munni.
Sá mun fljótt á knefa kenna
kappa er hyggst að stöðva þenna.
Ó, dana, dana, dana,
dana, ó dana.

Maggi hefur slegist,
það er varla vafi.
Vitnar um það hendi
búin hvítu trafi.
Þeir sem kjaftshögg gjarnan gefa,
ganga oft með vafinn hnefa.
Ó, dana, dana, dana,
dana, ó dana.

Maggi kúrir heima,
bringan sundurbrotin,
barkakýlið lamað,
röddin hás og þrotin.
Ekkert gaman, enginn söngur,
aðeins heilsubótargöngur.
Ó, dana, dana, dana,
dana, ó dana.

Svona er að sötra
sí og æ og hálfur.
Sá sem aðra lemur
verður barinn sjálfur.
Svona skreppur saman kórinn,
svona fer í okkur bjórinn.
Ó, dana, dana, dana,
dana, ó dana.

[af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]