Lind í skógi

Lind í skógi
(Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson)

Djúpt inn í dimmum skógi
er dálítil uppsprettulind.
Þar kemur margur og sækir sér svölun
og sér sína spegilmynd.

En súptu nú varlega vinur.
Vart er hún lengur tær.
Hún kastaði grjóti og gruggaði brunninn
þín gráglettna yngismær.

Hún hélt hún hlyti að mega
– hofróða‘ á skrautlegri flík –
spilla þeim gæðum, sem almúginn átti,
af því hún var svo rík.

En brátt fellur gruggið að botni.
Brunnurinn tær á ný
og stelpan er komin úr kjólnum – og fleiru –
og kyssir þig ung og hlý.

[af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]