Ökuþórasöngur

Ökuþórasöngur
(Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson)

Sjá minn ljósa fola,
sá má skakið þola.
Sjáðu stóðhestinn stoltan,
stappar, hneggjar og frísar,
krafsar hófum hátt og þétt.
Hvíar létt af losta,
leysir vind með rosta,
tilbúinn að taka‘ á rjúkandi sprett.
Loga augun,
tjóðrið togar í.
Skjálfti‘ í taugum,
skelfist yfir því
að flöktir glæta‘ um grund.
Granni, taktu glas í mund
og gerstu bróðir minn um stund.
Ertu bróðir minn?
Rétt eins og kraftar leyfa.
Hampa þinni krús.
Hvað segirðu? Já?
Já, þess er ég fús,
og safann sæta kneyfa.
Hrópum saman húrra, húrra.
Húrra, húrra.
Húrra, húrra.

[af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]