Nú blika við sólarlag

Nú blika við sólarlag
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Erlingsson)

Nú blika við sólarlag sædjúpin köld.
Ó, svona’ ætti að vera hvert einasta kvöld,
með hreinan og ljúfan og geislandi blæ
og himininn bláan og speglandi sæ.

Og fjallhnjúka raðirnar rísa í kring
sem risar á verði  við sjóndeildarhring.
Og kvöldroðinn brosfagur boðar þar drótt
hinn blíðasta dag eftir ljúfustu nótt.

[m.a. á plötunni Bræðrabandið – Bræðrabandið]