Nú ertu fjarri
(Lag / texti: erlent lag / Friðjón Þórðarson)
Nú ertu fjarri, drottning minna drauma
og dægrin líða sviplaus framhjá mér.
Eg horfi yfir hafsins bláu strauma,
því hjarta mitt er bundið einni þér.
Og þegar andar aftanblærinn mildi
og aldan ljóðar grænni ströndu hjá,
hve sæll og glaður vitja þín ég vildi,
og vera hjá þér allar stundir þaðan frá.
[m.a. á plötunni Leikbræður – Leikbræður]