Silfrað hár

Silfrað hár
(Lag / texti: erlent lag / Axel Guðmundsson)

Sumri hallar, fölna fer
fegurð þess sem vorið ól.
Það sem eldinn í sér ber
yngist upp við nýja sól.

Æfi hallar hár mitt er
héluhvítt sem vetrarsnær.
Ást mín vakir yfir þér,
ung og hlý sem vorsins blær.

[m.a. á plötunni Sigurður Ólafsson – Þín minning lifir]