Yfir bænum heima

Yfir bænum heima
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Yfir bænum heima mun bláfuglinn sveima,
á morgun, þú mátt treysta því.
Og á vanga þína mun vorsólin skína
á morgun, gegnum gullin ský.

Og faxprúði folinn þinn
mun fara á sprett á ný,
og kusa með kálfinn sinn
mun klaufunum sletta á ný.

Yfir bænum heima mun bláfuglinn sveima,
á morgun, þú mátt treysta því.

[m.a. á plötunni Samkór Mýramanna – Yfir bænum heima]