Skrímslin í skápnum
(Lag & texti: Bragi Valdimar Skúlason)
Í skúffunum í skápnum þínum
skrímslin halda til.
Þau kúldrast þar við kertaljós,
kaffiþamb og spil.
Skoffín sem og skuggabaldrar,
skottur, jafnvel tröll
sitja þar í samlyndi við
söng og hlátrasköll.
Skrímslin inni í skáp hjá þér
skelfileg, sem vera ber.
Þau gefa frá sér grát og vein
– en gera ekki flugu mein.
Nykurinn er taugatrekktur,
tilberinn er ær.
Mórinn er með meirapróf
og maran temur flær.
Það er óþarfi að óttast,
þau eru bestu skinn.
Og veiða líka vampírur
sem villast stundum inn.
Skrímslin inni í skáp hjá þér
skelfileg, sem vera ber.
Þau gefa frá sér grát og vein
– en gera ekki flugu mein.
Skrímslin inni í skáp hjá þér
skelfileg, sem vera ber.
Þau gefa frá sér grát og vein
– en gera ekki flugu mein.
[af plötunni Bragi Valdimar Skúlason og Memfis mafían – Gilligill]