Sleðasöngurinn

Sleðasöngurinn
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

Bjöllur enduróma,
dinga ling,
sleðasönginn.
Í sleðaferð er gaman
er strumpar ferðast saman
og veifa er þeir aka
framhjá krakkaskara.
Bjöllur enduróma
dinga ling
sleðasönginn.

Bjöllur enduróma
dinga ling
sleðasönginn.
Hófaskellir óma
í takt við bjölluhljóma,
ösla hrossin snjóinn
yfir frosinn móinn.
Bjöllur enduróma
dinga ling
sleðasönginn.

Bjöllur enduróma
dinga ling sleðasönginn.
Sleðaferð um jólin
þegar brosir sólin
þykir skemmtun mesta
fyrir strumpa‘ og hesta.
Bjöllur enduróma
dinga ling
sleðasönginn.

[á plötunni Strumparnir bjóða gleðileg jól]