Stína og brúðan

Stína og brúðan
(Lag / texti: Sigurður Júlíus Jóhannesson / Guðjón Bjarnason)

Á kaupmanninn rétt við búðarborðið
svo brosfögur horfði Stína:
„Ég ætlaði bara að kaupa klæði
í kjól á brúðuna mína.”

„Og hvaða lit viltu, ljúfa” sagði’ hann,
„á litlu brúðuna þína?”
„Hvað, auðvitað rauðan, já ósköp rauðan!”
með ákafa sagði hún Stína.

Hann brosandi fór og klippti klæðið.
„Hvað kostar það?” spurði Stína.
„Einn koss,” hann svaraði, „kostar línið
í kjól á brúðuna þína.”

Í búðinni búðinni glumdi við gleðihlátur
er glaðlega sagði Stína:
„Hún mamma kemur í bæinn bráðum
og borgar þá skuldina mína.”

[m.a. á plötunni Söngfuglarnir – Söngfuglarnir syngja 20 barnalög]