Sævar að sölum

Sævar að sölum
(Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Guðmundsson)

Sævar að sölum
sígur dagsins bjarta ljós.
Dimmir í dölum.
Döggum grætur rós.

Einn ég sit og sendi
söknuð burt í ljúfum blæ.
Er sem blítt mér bendi
barnsleg þrá að sæ.

Alda, kæra alda,
eyrum fróar gnýrinn þinn,
alda, ljúfa alda,
eini vinur minn.

[m.a. á plötunni Geysiskvartettinn – Geysiskvartettinn]