Strumpadans
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)
Jólin koma nú senn
með gleði og söng,
strumpaball mun bráðum haldið hér.
Gleðidans upphefst þá:
Einn og tveir og út á hlið.
Þvílík hlátrasköll
en þau gleðiköll.
Lítið klapp, svo er stapp,
síðan slegið létt á lær,
hálfur snúningur,
þetta kallast strumpadans.
Æðstistrumpur fékk hatt,
nýjan strumpahatt.
Strympa, hún fékk sætan
hvítan jólakjól.
Jóladans, dunar dátt
strumpar hafa dálítið hátt,
allir skemmta sér þegar dansað er.
Lítið klapp og svo stapp,
síðan slegið létt á lær,
hálfur snúningur,
þetta kallast strumpadans.
Augnalok Letistrumps
eru orðin of þung,
svo Letistrumpur
dregur auga‘ í pung.
Vinstri snú, hægri snú,
hliðar saman, út á hlið.
Kraftastrumpur er
á fullu‘ að skemmta sér.
Lítið klapp og svo stapp,
síðan slegið létt á lær,
hálfur snúningur,
þetta kallast strumadans.
Hégómastrumpur fékk
fjólubláan spegil
og hann speglar sig
nú daginn út og inn.
Strumpadans stiginn er
einn og tveir og út á hlið.
Gáfnastrumpur er
líka‘ að skemmta sér.
Lítið klapp og svo stapp,
síðan slegið létt á lær,
hálfur snúningur,
– allir dansa strumpadans.
[á plötunni Strumparnir bjóða gleðileg jól]